Toyota Kauptúni

Mannvit kom töluvert að nýbyggingu á 14.000 m2 verslunar og skrifstofuhúsnæði þar sem Toyota umboðið er nú til húsa. Um er að ræða stálgrindarhús, með trapisustálklæðningu reist á steyptum sökkli. Einnig var um að ræða malbikun bílastæða og frágangi á lóð.

Mannvit veitti margvíslega sérfræðiþjónustu við hönnun, áætlanagerð og framkvæmdaeftirlit ásamt  sérfræðiþjónustu við framkvæmdaeftirlit sem fól meðal annars í sér reisingu húsbyggingar ásamt sýnatöku og efnisprófunum.

Verksvið

Hönnun jarðtækni- og grundunar, burðarvirkja, brunahönnun og hönnun á öllum lagna- og loftræsikerfum. Innifalið í verkefninu var gerð verklýsinga og kostnaðaráætlana. Framkvæmdaeftirlit, sýnataka og efnisprófanir.

14.000 m² 
Stærð
3  
Hæðir
2006-2007
Verktími