Tulu Moye

Tulu Moye Geothermal (TMGO), sem er í eigu Meridiam og Reykjavik Geothermal (RG), vinnur að uppbyggingu jarðhitavirkjunar með allt að 12 framleiðsluholum og niðurdælingarholum. TMGO réð sameiginlegt félag Mannvits og Verkís (M-V), til að sjá um undirbúning, verkfræðihönnun og borráðgjöf fyrir nýja jarðhitavirkjun sem mun rísa á Tulu Moye jarðhitasvæðinu, sem staðsett er um 150 km suðaustur af Addis Ababa. Í fyrsta áfanga af fjórum mun TMGO vinna að uppbyggingu 50 megavatta virkjunar. Ráðgjafarfyrirtækin munu meðal annars veita ráðgjöf um hönnun á vegum, borstæðum,  holuprófunum, gufuveitu og boreftirlit. Verkefnið er jafnframt unnið í samstarfi við Landsvirkjun Power, ÍSOR og MGM. Hópurinn mun veita ráðgjöf við borun á 10 borholum og tveim niðurdælingarholum. 

Reykjavik Geothermal hefur unnið að undirbúningi virkjunarinnar undanfarin ár og rannsakað jarðhitasvæðið í Tulu Moye undanfarin ár í samstarfi við jarðvísindamenn í Eþíópíu. Niðurstöður rannsókna RG benda til þess að svæðið sé víðfemt og geti staðið undir talsverðri orkuframleiðslu. 

 

 

Tulu Moye Drilling Supervision Mannvit

Verksvið

Ráðgjafi verkkaupa

Hönnun borhola og borráðgjöf

Hönnun, útboð, innkaup og umsjón með: 

  • Borun jarðhitahola (framleiðslu og niðurdælingar) 
  • Aðkomuvegum
  • Borstæðum og vinnusvæðum fyrir borun
  • Vatnsöflun fyrir borun 
  • Gufuveitu
50 MW 
Fyrsti áfangi
2023
Áætluð verklok