Uppsjávarfrystihús Eskju

Eskja reisti nýtt uppsjávarfrystihús á Eskifirði sem er 7000 m 2 að stærð og með vinnslugetu allt að 900 tonn á sólarhring. Framleiðsla hófst í frystihúsinu aðeins 7 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust. Mannvit sá um umsjón og eftirlit, landmælingar og byggingarstjórn ásamt verkefnastjórn fyrir verkkaupa. Mannvit hannaði einnig lagnir, sjódælustöð og fullkomið hreinsivirki sem þjónar bæði frystihúsi og fiskimjölsverksmiðju. Ein af tækninýjungunum er röð af myndgreinum sem taka mynd af hverjum fiski, henda frá skemmdum fiski og öðrum tegundum sem slæðast með ásamt því að vigta og velja síðustu fiskana sem fara í hvern poka. Tækjabúnaður er frá Skaganum, Frost og Rafeyri. 

 

Uppsjávarfrystihús Eskju - Mannvit.is

Verksvið

Umsjón og eftirlit, landmælingar og byggingarstjórn ásamt verkefnastjórnun fyrir verkkaupa.

Hönnun á lögnum, sjódælustöð og fullkomnu hreinsivirki.

7 mánuðir 
Byggingartími
900
Tonn á dag
7000 m2 
Stærð

„Frystihúsið er búið nýjustu tækni í flokkun og frystingu uppsjávarafla og skapar um 40 ný störf í landi. Góð samvinna verktaka og samhæfing aðgerða gerði það að verkum að hægt var að reisa húsið og keyra allan vélbúnað í gang á 7 mánuðum. Á svo stuttum verktíma þurfa margir verkþættir að hefjast samtímis og vinnast samhliða, sem er venjulega ekki raunin. Uppsetning vélbúnaður hófst t.a.m. áður en lokið hafði verið við uppsteypu undirstaða og var stálgrindarhúsið reist yfir vinnslulínur. Til þess að þetta sé mögulegt er þétt samstarf og samskipti allra aðila á verkstað lykilatriði.“

Pálmi Benediktsson

Verkefnisstjóri

Play

Byggingarframkvæmdir við nýja frystigeymslu Eskju