Vífilfell hátæknivélasamstæða

Mannvit sá um verkefnastjórnun við uppsetningu á hátæknivélasamstæðunum frá Tetra Pak fyrir verksmiðju Vífilfells á Stuðlahálsi. Nýju vélarnar voru settar upp í lok síðasta árs undir tryggri verkefnastjórn Mannvits og leystu af hólmi þrjár eldri vélar sem fjarlægja þurfti úr framleiðslusal Vífilfells.

Verksvið

  • Verkefnastjórn
  • Uppsetning

„Framkvæmdir hófust á því að gömlu vélarnar voru teknar niður en verkáætlun var eingöngu 60 dagar. Með framúrskarandi samstarfi var lokið við verkið samkvæmt áætlun. Við unnum náið með tæknimönnum Vífilfells og tugum innlendra iðnaðarmanna, ásamt sérfræðingum frá Tetrapak við uppsetningu nýju framleiðslulínanna.“

Ragnar H. Guðjónsson

Verkefnisstjóri