Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðarjarðgöngin liggja milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Göngin eru samtals um 7,5 km, þar af eru 7,2 km í bergi. Hönnun er í samræmi við staðal norsku vegagerðarinnar fyrir veggöng og er þversnið 9,5 m að breidd í veghæð og þvermál um 65 m2.

Mannvit veitti þjónustu við frumhönnun jarðganga og gerð forvalsgagna. Í framhaldi frumhönnunar fólst ráðgjöf í verk- og útboðshönnun og gerð útboðsgagna. Þjónustan innifól einnig jarðfræðilegt og bergtæknilegt mat á aðstæðum til jarðgangagerðar og hugsanleg áhrif ganga á vatnsból á svæðinu.

Göngin voru tekin í notkun í desember 2018. 

Verksvið

  • Frumhönnun, gerð forvalsgagna
  • Útboðshönnun miðað við alverktöku og 8,5 m breið göng
  • Bergtæknilegt mat á aðstæðum til jarðgangagerðar
  • Bergtækniprófanir á veikum setbergslögum
  • Kortlagning á lindum á jarðgangaleið
  • Skilgreining á hönnunarforsendum
  • Útboðshönnun og útboðsgagnagerð miðað við einingaverðsútboð og 9,5 m breið göng
  • Kostnaðaráætlun og samanburður tilboða