Valkostagreining Laugardalsvöllur

Valkostagreining til undirbúnings varðandi næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu, var unnin að undirlagi Þjóðarleikvangs ehf., félags sem KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið stofnuðu til að halda utan um verkefnið. Valkostargreiningin var unnin til þess að meta næstu skref í vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum. Mannvit var hluti af teymi ráðgjafa undir handleiðslu breska ráðgjafarfyrirtækisins AFL Architects. Tilboð hópsins varð hlutskarpast í útboði sem efnt var til á evrópska efnahagssvæðinu. Ráðgjafahópurinn var samsettur af erlendu fyrirtækjunum, AFL, IPW, Core Five, Hilson Moran og Ramboll ásamt Mannverk, Arkís arkitektar og Mannvit.

Valkostagreining Laugardalsvallar

Í greiningunni er kostnaðar- og tekjumat eftirtalinna valkosta, auk viðskiptaáætlunar og mats á efnahagslegum þáttum:

a. Að núverandi völlur verði að mestu leyti óbreyttur, en ráðist verði í lágmarksendurbætur og -lagfæringar.
b. Að Laugardalsvöllur verði endurbættur svo hann uppfylli kröfur og staðla Knattspyrnusambands Evrópu (EUFA) og Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA).
c. Að byggður verði nýr 15.000 manna leikvangur, með opnanlegu þaki eða án þaks.
d. Að byggður verði fjölnotaleikvangur með 17.500 sætum, með opnanlegu þaki eða án þaks.

 

Verksvið

Ráðgjöf