Vatnsfellsstöð
Vatnsfellsvirkjun er vatnsaflsvirkjun sem framleiðir 90 MWe sem var byggð árin 1999-2001. Fyrri vél stöðvarinnar gangsett í nóvember 2001. Vatnsfellsstöð nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar. Stöðin er í rekstri þegar vatni er miðlað úr Þórisvatni yfir í Krókslón. Mannvit hefur haft með höndum undirbúning að þessari 90 MW virkjun síðan í byrjun 9. áratugarins. Með virkjuninni er nýtt tæplega 70 m fall úr Þórisvatni niður í Sigöldulón.
Meðal verkefna við undirbúninginn voru forrannsóknir á virkjunarsvæðinu, samanburður virkjunarkosta og val á endanlegri tilhögun, verkhönnun allt að 140 MW virkjunar og mat á umhverfisáhrifum.
Veitt var þjónusta við gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlana, framkvæmdaáætlana og við lokahönnun 90 MW virkjunar. Þjónustan fól einnig í sér tæknilega aðstoð á verktímanum. Lokahönnun vél- og rafbúnaðar var í höndum annarra fyrirtækja.
Meðal helstu mannvirkja eru 30 m jarðvegsstífla með steyptri forhlið, botnrás, yfirfall, aðrennsliskurður að steyptu inntakslokuvirki, tvær þrýstipípur úr stáli og stöðvarhús á yfirborði með tveimur 45 MW aflvélum. Fallhæð er nettó 65 m og virkjað rennsli fer um 2,4 km langan frárennslisskurð niður í Sigöldulón.

Tæknilegar upplýsingar:
Uppsett afl: 90 MW
Túrbínur: 2 Francis hverflar
Fallhæð: 65 m
Virkjað rennsli: 160 m³/s
Vatnsfellsstífla: Hæð 30 m; lengd: 750 m
Vatnsfellsveita; 563-556 m.y.s; miðlunarrými 3.2 milljón m³.
Þrýstivatnspípur: 2 þrýstivatnsgöng; ø4.5; lengd 120 m
Aðrennslisskurður: 700 m
Frárennslisskurður: 2,400 m
Stöðvarhús L/W/H: 47/26/35 m
Verkefni Mannvits var m.a. forrannsóknir á virkjunarsvæðinu, samanburður virkjunarkosta og val á endanlegri tilhögun, jarðfræðirannsóknir, verkhönnun, mat á umhverfisáhrifum, lokahönnun og gerð útboðsgagna, umsjón á framkvæmdatíma, aðstoð við eftirlitog gerð kostnaðaráætlana.
Verksvið
- Jarðfræðirannsóknir
- Forrannsóknir
- Mat á virkjunarkostum
- Mat á umhverfisáhrifum
- Burðarþols- og vélahönnun
- Verk- og lokahönnun
- Kostnaðaráætlun
- Útboðsgögn og mat á tilboðum
- Aðstoð við samningagerð
- Verkefnagát
- Aðstoð við eftirlit
- Umsjón á framkvæmdatíma
- Hönnun á 220 kV háspennulínu
90 MW
Uppsett afl65 m
Fallhæð2 Francis hverflar
TúrbínurVatnsfell vatnsaflsstöð