Verkhönnun háspennulína og DCB útfærsla tengivirkja á NA landi
Yfirumsjón með verkhönnun fimm 220 kV háspennulína, 3 tengivirkja og 132 kV jarðstrengs á NA-landi vegna álvers á Bakka. Verkefnið tengist byggingu fimm nýrra 220 kV loftlína frá Kröflu að Þeistareykjum og Bakka við Húsavík. Fyrsta stig hönnunar og gögn fyrir umhverfismat fela í sér frágang á staursetningu línunnar, vali á gerð mastra, undirstaða, leiðara og einangrara, athugun og kortlagningu efnistökusvæða, kostnaðaráætlun sem byggir á magntölum, framkvæmda og mannaflaáætlun auk lýsinga á helstu forsendum. Verkkaupi er Landsnet.
Línurnar eru hannaðar fyrir 512-945 MVA flutning. Að auki felst hluti verkefnisins í lagningu 132 kV jarðstrengs frá Bjarnarflagsvirkjun að Kröfluvirkjun, stækkun tengivirkis í Kröflu auk tveggja nýrra tengivirkja við Hólasand og Þeistareyki.
Verksvið
Mat á umhverfisáhrifum (MÁU), þrívíddarteikningar fyrir MÁU, kortleggja efnisnámur og áætla efnistöku, ákveða álagsforsendur, yfirfara gerðir mastra og teikna útlit þeirra, staursetja línuna og ákveða hagkvæmasta staurabil og teikna upp slóðir á milli mastra og aðkomuleiðir að línunni og námum.
120 km
Lengd220 kV
Spenna5
HáspennulínurLandsnet hf. var stofnað árið 2005 á grundvelli raforkulaga. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins. Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi og er háð opinberu eftirliti Orkustofnunar.