Vetnisstöðvar og vetnisframleiðsla
Mannvit sá um hönnun á aðstöðu fyrir vetnisstöðvar til að framleiða og afgreiða vetni á ökutæki. Um er að ræða vetnisframleiðslustöð Orku náttúrunnar á Hellisheiði og afgreiðslustöð Orkunnar við Miklubraut. Áður höfðu verið settar upp afgreiðslustöðvar fyrir vetni að Fitjum í Reykjanesbæ og við Vesturlandsveg í Reykjavík en Mannvit sá einnig um hönnun á aðstöðu fyrir þessar stöðvar. Að ýmsu er að hyggja við uppsetningu vetnisstöðva, meðal annars brunavörnum, áhættumati og öryggi, tengingu rafmagns, aðkomu og aðgengi. Mannvit annaðist einnig byggingarstjórnun.

Verksvið
- Áhættumat
- ATEX
- Brunahönnun
- Gerð kostnaðaráætlana
- Verkefnastjórnun
- Hönnun rafmagnstenginga
- Byggingarstjórnun