Viðgerð borholu og endurnýjun dælubúnaðar

Veitur er stærsta veitufyrirtæki landsins og er framkvæmdaraðili verksins. Verkefnið snéri að endurnýjun dælubúnaðar og viðgerð á borholu sem staðsett er við Bolholt 5 í Reykjavík. Holan sem var boruð árið 1963 þarfnaðist viðgerðar vegna útfellinga í holunni sjálfri sem hafði dregið úr afköstum. Því var nauðsynlegt að til að rýma, hreinsa og fóðra holuna að nýju, ásamt því að koma fyrir nýrri djúpdælu og ýmsum stjórnkerfum því tengdu. Nýja dælukerfið er hagkvæmara í rekstri og stýring er liprari með rauntímavöktun á lykil mælikvörðum.

Hlutverk Mannvits snéri að hönnun á rafkerfi, hönnun á stjórnkerfi og fjargæslukerfi fyrir nýtt dælukerfi, endurbætur á byggingum og teikningum vegna nýrra staðla, gangsetning á stjórnkerfi auk bruna og burðarþols hönnunar vegna breytinga á dælustöðinni.

Geothermal Well Refurbishment District Heating

Frá því að borholan RG-20 var boruð hefur hún verið hluti af hitaveitunni í Reykjavík og skv. Veitum er dýpt hennar 764 metrar. Hitastig vatnsins er 125°C og hefur varmaafl sem getur hitað upp um 2000 hús á ári. Holan er ein af 10 borholum á Laugarnessvæðinu og ein af átján borholum sem staðsettar eru í Reykjavík.

Verksvið

  • Hönnun aflfæðingar
  • Hönnun og forritun stjórnkerfis
  • Bruna og burðarþols hönnun vegna breytinga á dælustöð
1963
Boruð
125°C
Hitastig
2.000
Heimili hituð

Veitur ohf. sinna mikilvægri þjónustu í almannaþágu og gæta þess að notendur hafi stöðugt aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Veitur er stærsta veiturfyrirtæki landsins. Það varð til við uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur í sérleyfisstarfsemi og samkeppnisstarfsemi í ársbyrjun 2014 til samræmis við kröfur í raforkulögum. Heita vatnsins afla Veitur úr lághitasvæðum og frá jarðgufuvirkjunum ON á Hengilssvæðinu. Fyrirtækið þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu, auk þéttbýlis og dreifbýlis á Suður- og Vesturlandi. Fyrirtækið býr að 85 ára sögu sjálfbærrar jarðhitanýtingar.

Veitur

www.veitur.is

Play

Endurbætur borholu og dælubúnaðar í Bolholti