Vindmyllur við Búrfell
Vindorka er einn hreinasti orkukostur sem völ er á. Landsvirkjun fyrirhugar uppbyggingu vindmyllugarðs ofan við Búrfell í Búrfellslundi. Unnið hefur verið að rannsóknum og mati á umhverfisáhrifum um nokkurt skeið og liggja helstu niðurstöður nú fyrir í frummatsskýrslu og með rafrænum hætti á netinu. Mannvit var fengið til að framkvæma mat á umhverfisáhrifum fyrir uppbyggingu á vindmyllugarðinum sem staðsettur er á sléttunni ofan við Búrfell. Landsvirkjun rekur þar tvær vindmyllur í rannsóknarskyni sem ná nýtingarhlutfalli sem er með því hæsta sem gerist á heimsvísu. Nýtnihlutfall rannsóknarvindmyllanna við Búrfell er að meðaltali yfir 40% og frumreikningar á orkugetu Búrfellslundar gefa til kynna að nýtnihlutfall hans gæti orðið að meðaltali um 50%.
Mannvit er ráðgjafi Landsvirkjunar í mati á umhverfisáhrifum Búrfellslundar og kom einnig að nokkrum sérfræðiathugunum sem unnar voru í tengslum við umhverfismatið m.a. hljóðvist, landslag og ásýnd. Jafnframt sá Mannvit um framsetningu rafræns hluta matsskýrslunnar.
Markmið Landsvirkjunar er að vinna að matinu á gagnsæjan hátt til þess að stuðla að opinni umræðu og auðvelda hagsmunaaðilum, fagstofnunum og almenningi að kynna sér verkefnið og koma á framfæri athugasemdum. Með það fyrir augum ákvað Landsvirkjun að setja skýrsluna jafnframt fram með rafrænum hætti, en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert í mati á umhverfisáhrifum á Íslandi, þ.e. gerð vefútgáfa matsskýrslu umhverfismats. Rafræna skýrslan sýnir á mjög myndrænan hátt hver umhverfisáhrif vindlundarins eru á mismunandi þætti sem til skoðunar eru.

Verksvið
Framsetning rafræns hluta matsskýrslunnar. Mati á umhverfisáhrifum og sérfræðiathuganir í tengslum við umhverfismatið m.a. hljóðvist, landslag og ásýnd.
200 MW
Möguleg orkuframleiðsla149 m
Hæð58
Fjöldi vindmylla"Um er að ræða nýjan orkukost sem á góða samlegð með vatnsorkunni og sem styrkir raforkukerfið. Markmið okkar og Landsvirkjunar er að vinna að matinu á gagnsæjan hátt til þess að stuðla að opinni umræðu og tryggja að ákvarðanir í framtíðinni verði teknar á traustum forsendum.“
Verkefnisstjóri
Myndband um nýtingu vindorku í Búrfellslundi - Myndband Landsvirkjunar