Vinnustofa um Heimsmarkmiðin

Festa og Mann­vit buðu að­ild­ar­fé­lög­um Festu til vinnu­stofu þar sem far­ið var yf­ir hvað felst í ár­ang­urs­ríkri inn­leið­ingu á Heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna. Námskeiðið gaf áhugasömum aðilum kost á að læra hvernig hægt er vinna á mark­viss­an hátt með heims­mark­mið­in og inn­leiða þau í kjarn­a­starf­semi.

Markmiðið var að þátt­tak­end­ur hefðu þau tæki og tól í hönd­un­um sem þau þurfa til þess að vinna að ár­ang­urs­ríkri inn­leið­ingu heims­mark­mið­anna í sinn rekst­ur að vinnu­stofu lok­inni. Á vinnu­stof­unni var far­ið yf­ir heims­mark­mið­in og áhersl­ur Ís­lands, hvernig á að lesa og skilja mark­mið­in, mæli­kvarða Heims­mark­mið­anna ásamt því sem að að­gerð­ir, áætlan­ir og áhrifa­rík inn­leið­ing var skoð­uð. Verkefnið styður við Heimsmarkmið 17 samvinna um markmiðin.

Verksvið

  • Fræðsla
  • Innleiðing Heimsmarkmiða í rekstur
  • Að­gerð­ir og áætlan­ir