Vinnustofa um Heimsmarkmiðin
Festa og Mannvit buðu aðildarfélögum Festu til vinnustofu þar sem farið var yfir hvað felst í árangursríkri innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Námskeiðið gaf áhugasömum aðilum kost á að læra hvernig hægt er vinna á markvissan hátt með heimsmarkmiðin og innleiða þau í kjarnastarfsemi.
Markmiðið var að þátttakendur hefðu þau tæki og tól í höndunum sem þau þurfa til þess að vinna að árangursríkri innleiðingu heimsmarkmiðanna í sinn rekstur að vinnustofu lokinni. Á vinnustofunni var farið yfir heimsmarkmiðin og áherslur Íslands, hvernig á að lesa og skilja markmiðin, mælikvarða Heimsmarkmiðanna ásamt því sem að aðgerðir, áætlanir og áhrifarík innleiðing var skoðuð. Verkefnið styður við Heimsmarkmið 17 samvinna um markmiðin.
Verksvið
- Fræðsla
- Innleiðing Heimsmarkmiða í rekstur
- Aðgerðir og áætlanir