Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, rekstrar, jarðvísinda, byggingarefnarannsókna, verkefnastjórnunar og heildarumsjón verkefna. Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. 


Starfsemi Mannvits er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001.

Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu. Þjónustan skiptist í eftirfarandi sérsvið:


Iðnaður, endurnýjanleg orka, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir, raforkuflutningur og dreifing, byggingar, rannsóknarstofa, umhverfismál, mælingar og rannsóknir, verkefnastjórnun, samgöngur, veitur, skipulag og upplýsingatækni.

Útgefið efni

  

Ársskýrsla 2013

Starfsstöðvar

Island